Vegna Öldungamótsins í blaki um næstu helgi þá verður lokað í sundlaugar og Íþróttamiðstöðvar í Fjallabyggð. Lokað verður laugardaginn 28. apríl til mánudagsins 30. apríl. Opið verður þriðjudaginn 1. maí á Ólafsfirði en lokað verður þann dag á Siglufirði.

Fólki er bent á sundlaugina á Hofsósi sem er opin þessa daga sem lokað er í Fjallabyggð.  Opið helgina 28-29 apríl frá kl. 10-17, í Sundlauginni á Hofsósi.