Sundlaugin á Dalvík verður 30 ára 2. október 2024. Bygging sundlaugarinnar hófst árið 1992 og var hún vígð haustið 1994. Var þetta mikil bylting fyrir íbúa en nýja laugin leysti af hólmi litla eldri laug.
Í tilefni afmælis verður frítt í sund og kaffi og kaka í boði á afmælisdaginn, miðvikudaginn 2. október.