Sunddagurinn mikli verður laugardaginn 17. september í Sundlaug Dalvíkur. Frítt verður í sund á opnunartíma frá kl. 10:00 – 16:00.
Sundfélagið Rán mun veita viðurkenningar fyrir 200m sund og lengri vegalengdir.
Í sundlauginni verður kennsla í sundi milli kl. 11 og 12. Upplýsingar um starfsemi félagsins verða veittar á staðnum. Tekið verður á móti skráningum nýrra félaga.