Sundskála Svarfdæla hefur verið lokað að kröfu heilbrigðis- og vinnueftirlits þar sem nýjar reglur um öryggi á sundstöðum segja að ekki megi leigja sundstaði af þessu tagi út án sérstakrar gæslu. Möguleikar á rekstri sundskálans eru þeir að leigja skálann sérstaklega fyrir fjölskyldur eða hópa með sérstakri gæslu eða bjóða upp á ákveðna opnunartíma með gæslu. Þessir möguleikar eru ekki raunhæfir og verður skálinn því áfram lokaður um óákveðinn tíma.