Sumartónleikar verða haldnir í Hóladómkirkju, sunnudaginn 19. ágúst kl. 16:00.

Fram koma: Tríó Amasia: Hlín Erlendsdóttir fiðluleikari, Ármann Helgason klarinettuleikari og Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari.

Kaffihúsa- og götutónlist, djass, eistnesk og armensk þjóðlög, dansar frá Kúbu og Suður-Ameríku og argentísk tangótónlist.

Aðgangur ókeypis.  Allir velkomnir.