Fjallabyggð auglýsir laus til umsóknar störf við slátt og aðra umhirðu í Fjallabyggð og flokksstjóra vinnuskóla sumarið 2012.

  • Vinna hefst um mánaðarmótin maí/júní og er unnið til 10. ágúst.
  • Við leitum að hressum, duglegum og samviskusömum einstaklingum sem hafa áhuga á að starfa í skemmtilegri útivinnu.
  • Góður kostur er að hafa réttindi á dráttavél í báðum störfum (minna vinnuvélanámskeið).

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Fjallabyggðar eigi síðar en 13. apríl  næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofum Fjallabyggðar og einnig hér

Vinsamlegast takið fram í umsókn hvort sótt sé um í Ólafsfirði eða Siglufirði og hvort sé verið að sækja um starf við „slátt og umhirðu“ eða „flokksstjóra vinnuskóla“

Launakjör eru skv. kjarasamningi Fjallabyggðar við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar veita undirritaðir á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar virka daga eða í síma 464-9100.

 

V/slátt og umhirðu
Valur Þór Hilmarsson
Garðyrkju- og umhverfisfulltrúi

V/vinnuskóla
Gísli Rúnar Gylfason
Íþrótta- og tómstundafulltrúi