Fjölmörg sumarstörf eru nú auglýst hjá Fjallabyggð.  Umsóknarfrestur allra starfa er til og með 2. maí 2025.

 

Yfirmaður umhverfisverkefna.
Auglýst er eftir yfirmanni umhverfisverkefna.
Hann skipuleggur og stýrir öllum umhverfisverkefnum í samráði við sviðsstjóra tæknideildar, ásamt því að hafa umsjón með sláttugengi og flokksstjórum Fjallabyggðar.
Æskilegt starfstímabil er frá 12. maí – 12. september.
Leitað er eftir einstaklingi sem er 25 ára eða eldri, skipulagður og sjálfstæður í starfi.

Vinnuskóli Fjallabyggðar – Flokksstjórar.
Auglýst er eftir flokkstjórum til að starfa við skólann.
Æskilegt starfstímabil er frá 2. júní til 8. ágúst.
Umsækjendur þurfa að vera 20 ára og eldri.
Flokksstjórar stjórna daglegu starfi vinnuflokka skólans og stuðla að reglusemi, ástundun og góðri umgengni unglinganna sem starfa í vinnuskólanum.
Flokksstjórar vinna með unglingunum og sýna þeim hvernig staðið skuli að verki og leiðbeina um notkun á áhöldum og tækjum.

Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar – Sláttugengi
Auglýsir eftir starfsfólki í sláttugengi til að sinna slætti og umhirðu á opnum svæðum.
Æskilegt starfstímabil er frá 2. júní til 29. ágúst.
Umsækjendur þurfa að vera 16 ára (f.2009 og eldri.)

Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar – Starfsmenn í almenn störf.
Auglýst er eftir starfsmönnum í almenn störf. Helstu verkefni;
Fegrun umhverfisins,
Málning og viðhald,
Önnur almenn störf þjónustumiðstöðvar.
Æskilegt starfstímabil er frá 2. júní til 29. ágúst.

Starfsmaður í skógrækt.
Auglýst er eftir starfsmanni til að sinna viðhaldsverkefnum í Skógrækt Siglufjarðar.
Starfstímabil er frá 2. júní til 29. ágúst.
Reynsla af skógræktarvinnu æskileg.

 

Allar nánari upplýsingar um störfin er hægt að nálgast hjá Birgir bæjarverkstjóra í síma 8931467 og á netföngunum ah@fjallabyggd.is eða palmi@fjallabyggd.is

Sótt er um störfin rafrænt í gegnum Þjónustugátt.