Framsýn stéttarfélag hefur afhent Styrktarfélagi HSN í Þingeyjarsýslum veglega tækjagjöf að andvirði 15 milljónir króna. Gjöfin inniheldur fjölda tækja, meðal annars fullkomið hjartaómtæki sem bætir til muna aðstöðu lækna HSN á Húsavík og nágrenni.

Búnaðurinn samanstendur af fullkomnu hjartaómtæki, göngubretti, sturtustól-setdýnu, stólavog, eyrnaskoðunartæki, meðgöngumonitor, rannsóknartæki D-dimer og vökvadælu.  Stuðningur félagasamtaka skiptir stofnunina miklu máli og munar mestu um kaup á hjartaómtæki sem gerir HSN kleift að hafa hjartalækni í hlutastarfi hjá stofnuninni en Sigurður Hjörtur Kristjánsson hjartalæknir hóf störf hjá HSN Húsavík í byrjun árs 2023.

Myndir: Framsyn.is