Menningar- og viðskiptaráðherra hefur úthlutað styrkjum úr Hljóðritasjóði og Tónlistarsjóði. Viðburðurinn fór fram í Safnahúsinu í Reykjavík.
„Það er augljóslega mikil gróska í tónlistarsenunni á Íslandi eins og sjá má í fjölda umsókna í ár. Ég óska öllum styrkhöfum til hamingju og hlakka svo sannarlega til að heyra afrakstur þessa verkefna. Framtíð íslenskrar tónlistar er björt og ný heildarlöggjöf um tónlist mun marka heildarramma og búa tónlistinni hagstæð skilyrði,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Hærra og Skálmöld hljóta hæstu hljóðritunarstyrkina
Hljóðritasjóður veitir styrki til hljóðritunar nýrrar, frumsamdrar tónlistar sem stuðla á að nýsköpun. Tónlistarmenn, jafnt einstaklingar og hljómsveitir, útgáfufyrirtæki og aðrir sem koma að hljóðritun tónlistar geta sótt um.
Í þessari fyrri úthlutun úr hljóðritasjóði fyrir árið 2023 eru veittar 19 milljónir til 60 verkefna en umsóknir voru 204. Styrkupphæðir eru á bilinu 150 til 800 þúsund krónur. Hæstu styrki fá: Hærra 800.000 krónur, og Skálmöld 700.000 krónur.
27 styrkir til ýmis konar rokk, hipp-hop og popp verkefna í afar víðum skilningi, 13 styrkir til samtímatónlistar af ýmsum toga, 7 styrkir til fjölbreyttra djass verkefna og 13 styrkir til ýmissa annars konar tónlistarverkefna.
Óperuformið í mikilli sókn
Í dag fór fram seinni úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir árið 2023. Tónlistarsjóður skiptist í tvær deildir í dag, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild. Tónlistardeild veitir styrki til almennrar tónlistarstarfsemi, en markaðs- og kynningardeild veitir styrki til kynningar og markaðssetningar á tónlist og tónlistarfólki hér á landi og erlendis.
Alls bárust 207 umsóknir og sótt var um 234 milljónir. Til úthlutunar voru 38 m.kr. og eru 65 verkefni styrkt að þessu sinni Hæstu styrki fá Sinfóníuhljómsveit Suðurlands og Pera Óperukollektíf, 2.000.000 hvor.
Sex styrkhafar fá eina milljón hver: Lunga, Múlinn jazzklúbbur, Þjóðlagahátíðin á Siglufirði, Þórunn Guðmundsdóttir fyrir ævintýraóperur sínar, Tónlistarhátíðin Erkitíð og Íslenska Schumannfélagið fyrir tónlistarhátíðina Seiglu.
Alls hljóta sjö verkefni tengd óperum styrki auk Óperudaga, þar af fjögur verkefni sem flutt verða undir merkjum þeirrar hátíðar. Þetta endurspeglar þann gríðarlega fjölda umsókna varðandi verkefni tengd óperuforminu sem virðist vera í mikilli sókn. Í forgangi hjá tónlistarráði í tillögum sínum að síðari úthlutun voru fjölmargar tónlistarhátíðir bæði á höfuðborgarsvæðinu og ekki síst þær sem haldnar eru ár hvert út á landsbyggðinni.
Lista yfir alla styrkþega í stafrófsröð má sjá hér fyrir neðan fyrir báða sjóðina.
Hljóðritasjóður.
• Alda Music ehf. Elín Hall – Breiðskífa 350.000 kr.
• Alda Music ehf. Supersport! – breiðskífa 250.000 kr.
• AM Music ehf. Two scars – Arny Margret 350.000 kr.
• Ange Francois Desire Bouraima Libretto Maxima 300.000 kr.
• Arna Rún Ómarsdóttir ÓRAR 200.000 kr.
• Auður Viðarsdóttir rauður stuttskífa 200.000 kr.
• Árni Grétar Jóhannesson Ýsa í Raspi 150.000 kr.
• Ásbjörg Jónsdóttir Mörsugur – upptaka 200.000 kr.
• B.G. Music ehf Fyrsta breiðskífa Blood Harmony 500.000 kr.
• Benedikt Hermann Hermannsson Ljósið & Ruslið 300.000 kr.
• Bergþóra Einarsdóttir Smurðar fórnir 300.000 kr.
• Birgir Hilmarsson Fjögur verk fyrir kór og orgel 400.000 kr.
• Birgir Örn Steinarsson Biggi Maus / Akureyrarlög 350.000 kr.
• Bix ehf. Fréttir – Fyrsta breiðskífa BÖSS 300.000 kr.
• Björg Brjánsdóttir Eyg – Einleiksplata 250.000 kr.
• Blómi sf Upptaka á níundu hljóðversplötu ADHD 500.000 kr.
• Brekvirki ehf. BREK – Hálftómt / Hálffullt glas 250.000 kr.
• Daníel Helgason Daníel Helgason Tríó 200.000 kr.
• Einar Jóhannesson Hljóðritun íslenskra tríóverka 200.000 kr.
• Eiríkur Orri Ólafsson hist og – plata þrjú 350.000 kr.
• Elías Geir Óskarsson EXTRAVAGANZA 200.000 kr.
• Elísa María Geirsdóttir Newman Kolrassa Krókríðandi – ný plata 400.000 kr.
• Emmsjé ehf. Vinnuheiti: Hás 600.000 kr.
• Friðrik Karlsson Magical Sunrise 200.000 kr.
• Guðmundur Jónsson Nykur – Nykur III 250.000 kr.
• Hafliði Hallgrímsson Lebensfries eftir Hafliða Hallgrímsson 200.000 kr.
• Haraldur Ægir Guðmundsson Limp Kid – Tango for One 200.000
• Hekla Magnúsdóttir Hekla – Plata 300.000
• Hljómaland ehf. One in a Million – Fyrsta plata Rock Paper Sisters 300.000 kr.
• Hvanndalsbræður sf. Níunda hljómplata Hvanndalsbræðra 400.000 kr.
• Hærra ehf. Hreinviðri 800.000 kr.
• Högni Egilsson 3 verk fyrir strengjakvarttinn Kordo. 250.000 kr.
• Iceland Sync Management ehf. Saga Matthildur EP Plata 300.000 kr.
• Iðunn Einarsdóttir Iðunn Einars LP 150.000 kr.
• Jón Ólafsson Fjórða sólóplata Jóns Ólafssonar 450.000 kr.
• Kári Haraldsson Múr – Fyrsta breiðskífa 350.000 kr.
• Kolbeinn Bjarnason Ó eilífi foss sem rambar á fossvegum guðs 400.000 kr.
• Kór Langholtskirkju Kom vor Immanúel 150.000 kr.
• Kristín Birgitta Ágústsdóttir Ný sólóplata Stínu Ágústsdóttur 300.000 kr.
• Kristján Eldjárn Hjörleifsson Tinslit — stuttskífa 200.000 kr.
• Köhler slf. (11:08) 300.000 kr.
• María Huld Markan Sigfúsdóttir Are we Ok? 300.000 kr.
• Mikil Ósköp slf. Tónar til heiðurs alls sem er. 300.000 kr.
• Nivalis ehf Hljómsveitin Árstíðir – Hljómplatan BLIK 300.000 kr.
• Ólafur Björn Ólafsson Let vibrate 200.000 kr.
• Pan Thorarensen Pan Thorarensen / fyrsta sólóplata 250.000 kr.
• Pera Óperukollektíf Plastóperan 300.000 kr.
• Rakel Sigurðardóttir Staður/Place 600.000 kr.
• Rúnar Freyr Rúnarsson Rúnar Eff upptökur og útgáfa 300.000 kr.
• Salóme Katrín Magnúsdóttir Fyrst breiðskífa Salóme Katrínar 300.000 kr.
• Sigurður Halldór Guðmundsson Breiðskífa í vinnslu 800.000 kr.
• Sigurlaug Gísladóttir SANDS – MR. SILLA & SAM POTTER 350.000 kr.
• Skálmöld sf. Skálmöld – Ýdalir 700.000 kr.
• Soffía Björg Óðinsdóttir Soffía LP3 250.000 kr.
• Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir SaraLóa 200.000 kr.
• Sævar Helgi Jóhannsson Quiet Presence (Hljómplata nr. 7) 200.000 kr.
• Tryggvi M Baldvinsson Ljóðaflokkurinn Á þessum kyrrum dægrum 300.000 kr.
• Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir Spegilfrumur 300.000 kr.
• Þórdís Gerður Jónsdóttir Ljóðspyrna 250.000 kr.
• Þórir Hrafn Harðarson Óværa þriggja laga EP 200.000 kr.
Tónlistarsjóður
• Barokkbandið Brák slf. 300 fingurbjargir og hrosshár – 600.000 kr.
• Berglind María Tómasdóttir Tónlistarhátíð á Sunnuhvoli í Bárðardal 2023 – 500.000 kr.
• Bergþóra Linda Ægisdóttir IPSA DIXIT – kammerópera 800.000
• Berjadagar, félag um tónlistahátíð Berjadagar tónlistarhátíð 2023 – 500.000 kr.
• Björk Níelsdóttir Skoffín og skringilmenni – 700.000 kr.
• Bláa Kirkjan sumartónleikar Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar 2023 – 500.000 kr.
• Ekkert stress ehf. Extreme Chill Festival 2023 – 500.000 kr.
• Elín Gunnlaugsdóttir Busy – örópera – 400.000 kr.
• Elja kammersveit Hátíðartónleikar Elju – 700.000 kr.
• Elja kammersveit Elja á Seiglu – 700.000 kr.
• Englar og menn ehf. Englar og menn -tónlistarhátíð Strandarkirkju – 500.000 kr.
• ErkiTíð, íslensk tónlistarhátíð ErkiTíð 2023 – kynslóðir 1.000.000 kr.
• Evrópusamband píanókennara Málþing norrænna píanókennara 400.000 kr.
• Félag íslenskra hljómlistarmanna Jazz í Djúpinu 400.000 kr.
• Félag íslenskra tónlistarmanna Klassík í Salnum 500.000 kr.
• Félag um Þjóðlagasetur Bjarna Þorsteinssonar Sumartónleikar í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði 300.000 kr.
• Fiðlufjör slf. Fiðlufjör 2023 800.000 kr.
• Gísli Jóhann Grétarsson Frumflutningur á Íslandi á óperunni Systemet 600.000 kr.
• Guðmundur Steinn Gunnarsson Gleðilegi Geðrofsleikurinn 700.000 kr.
• Guðrún Dalía Salómonsdóttir L\’Invitation au voyage 200.000 kr.
• Hafnarfjarðarkaupstaður Hljóðön haust 2023: „Að semja er að spila“ 200.000 kr.
• Halldór Eldjárn Flug / Vindur – MIRARI 400.000 kr.
• Helgi Jónsson Glatkistan – tónlistarvefur 500.000 kr.
• Hildigunnur Halldórsdóttir 15:15 tónleikasyrpan 500.000 kr.
• Hlutmengi ehf. Mengi 10 ára – tónleikaröð 600.000 kr.
• Hóladómkirkja Sumartónleikar á Hólum 500.000 kr.
• Íslenska Schumannfélagið Seigla 1.000.000 kr.
• Jón Haukur Unnarsson Mannfólkið breytist í slím 2023 500.000 kr.
• Jónas Ásgeir Ásgeirsson Kostum drepur kvenna karla ofríki 500.000 kr.
• Kammeróperan ehf. Ævintýraóperan Hans og Gréta 600.000 kr.
• Kór Hallgrímskirkju Barokk á aðventunni 500.000 kr.
• Kór Neskirkju Kór Neskirkju 20 ára, H moll messa Bach 500.000 kr.
• Kristín Mjöll Jakobsdóttir Hnúkaþeyr 20 ára 500.000 kr.
• Kristín Þóra Haraldsdóttir STRENGUR 400.000 kr.
• Kristjana Stefánsdóttir Ella í Hofi / Ella á Akranesi 800.000 kr.
• Leifur Gunnarsson Myschi Yngstu hlustendurnir, Jazzhrekkur 500.000 kr.
• Listvinafélagið í Reykjavík Listvinafélagið í Reykjavík- 3 tónleikar í Hörpu 700.000 kr.
• LungA-Listahátíð ungs fólks LungA BLISS – tónleikar og tónlistarviðburðir 1.000.000 kr.
• Magnea Tómasdóttir Sumar og aðventutónar í Hvalsneskirkju 400.000 kr.
• María Sól Ingólfsdóttir Ljóð, blóð, læti og blæti 300.000 kr.
• Michael Jón Clarke Frumflutningur jólasinfóníu e. Michael Jón Clarke 500.000 kr.
• Múlinn – jazzklúbbur Tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans í Tónlistarhúsinu 1.000.000 kr.
• Orgelhúsið, félagasamtök Orgelkrakkahátíð 500.000 kr.
• Penumbra slf. Umbra sækir fram 500.000 kr.
• Pera Óperukollektíf, félagasamtök. Óperudagar 2023 2.000.000 kr.
• Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir Tónleikatvenna ungra kvenna 500.000 kr.
• Ragnhildur Ásvaldsdóttir Langt út / Far out II 800.000 kr.
• Rekstrarfélagið GRÍMA ehf. Sumartónleikar LSÓ 2023 500.000 kr.
• Sambandið óperukompaní, félagasamtök SMN – sýningar í menntaskólum. 300.000 kr.
• Schola Cantorum,kammerkór Upprunaflutningur á Vespro della Beata Vergine 500.000 kr.
• Sigurður Bjarki Gunnarsson Reykholtshátíð 2023 700.000 kr.
• Sigurður Sævarsson Richard III 500.000 kr.
• Sinfóníuhljómsveit Suðurlands ehf. Óperu og skólatónleikar á Höfn og í Vestmannaeyjum 1.000.000 kr.
• Sinfóníuhljómsveit Suðurlands ehf. Sinfónískir jólatónleikar í Rangárþingi 1.000.000 kr.
• Snorri Sigfús Birgisson Tónleikar með einleiksverkum fyrir píanó 200.000 kr.
• Sumartónleikar í Akureyrarkirkju Sumartónleikar 2023 200.000 kr.
• Söngsveitin Fílharmónía Messa heilagrar Sesselju eftir Joseph Haydn 500.000 kr.
• Tumi Torfason \Torfær tími\” Útgáfutónleikar” 400.000 kr.
• Töframáttur tónlistar sf. Töframáttur tónlistar 400.000 kr.
• Ung nordisk musik Þátttaka Íslands í UNM Osló 2023 600.000 kr.
• Við Djúpið, félag Við Djúpið 500.000 kr.
• Þjóðlagahátíð á Siglufirði Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 5.-9. júlí 2023 1.000.000 kr.
• ÞjóðList ehf. Vaka 2023 400.000 kr.
• Þóra Margrét Sveinsdóttir VATNIÐ: ný tónlist eftir Röggu Gísla 300.000 kr.
• Þórunn Guðmundsdóttir Tvær ævintýraóperur 1.000.000 kr.