Árlega veitir Fjallabyggð félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum styrki til til hinna ýmsu málefna sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur, forgangsröðun og fjárhagsáætlun bæjarstjórnar.

Auglýst er eftir styrkumsóknum í tengslum við fjárhagsáætlunargerð að hausti ár hvert og er styrkjum, að aflokinni umræðu í nefndum og ráðum, úthlutað í upphafi næst komandi árs.

Úthlutaðir fjárstyrkir fyrir árið 2023 nema alls kr. 70.681.400.- og skiptast þeir með eftirfarandi hætti:

  • styrkir til  einstakra menningartengdra verkefna kr. 3.100.000 kr.
  • styrkir til hátíðahalda kr. 3.955.000.-
  • styrkir til reksturs safna og setra kr. 3.020.000 kr.
  • styrkir til fræðslumála kr. 435.000.-
  • styrkir til grænna verkefna kr. 1.950.000.-
  • framkvæmdastyrkir kr. 1.500.000.-
  • styrkir til ýmissa málefna kr. 42.035.000.-
  • styrkumsóknir um afnot af íþróttahúsum kr. 2.163.400.-
  • afnot íþróttafélaga vegna aðstöðu til íþróttaæfinga kr. 12.223.000.-

Áfram verður veittur styrkur til bæjarlistamanns og er upphæð hans óbreytt frá fyrra ári kr. 300.000.-

Að auki gerir Fjallabyggð þjónustusamninga við íþróttafélög um rekstur á íþróttasvæðum í eigu sveitarfélagsins ásamt því að vera aðili að þríhliða samningi við Leyningsás ses. og Valló ehf. um rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal. Samtals er áætlað að samningar um rekstur íþróttasvæða nemi kr. 46.100.000 á árinu 2023.