Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði hefur sölu á Neyðarkallinum 2022, miðvikudaginn 2. nóvember næstkomandi. Salan hefst kl. 20:00 og kostar Neyðarkallinn 3000 kr. Sveitin biður um að tekið verði vel á móti þeim og er óskað eftir að þeir sem geta stutt við þá hafi pening tiltækan, en þeir eru einnig með tvo posa á ferðinni, en mun fleiri björgunarsveitarmenn eru án posa í sölugöngunni.
Neyðarkallinn er ein mikilvægasta söfnun sveitarinnar. Tökum vel á móti sveitinni okkar!
Þeir sem vilja einnig styðja þá í gegnum vefinn strakarsar.is, þá eru þrír styrktarreikningar þar skráðir.
Fyrsta sveitin var stofnuð 1929 á Siglufirði og nefndist Slysavarnardeildin Siglufjarðarsveit, en nafninu var breytt árið 1937 í Slysavarnardeild Siglufjarðar. Talið er að eftir árið 1970 hafi nafnið Björgunarsveitin Strákar tekið við.