- Ungmennaráð Fjallabyggðar hefur tekur til starfa. Ráðið hefur kosið Guðna Brynjólf Ásgeirsson sem formann og Brynju Sigurðardóttur sem varaformann.
- Viðgerðir á listaverkum í eigu Fjallabyggðar fyrir árið 2012 verður um 900 þúsund krónur, en það er á fjárhagsáætlun þessa árs.
- Þeir sem kaupa Útilegukortið geta gist frítt á tjaldsvæðum í Fjallabyggð þetta sumar eins og síðasta sumar, en Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar vill endurnýja samning þess efnis og telur að það muni verða til þess að fleiri ferðalangar kjósi að stoppa í Fjallabyggð. Kortið kostar aðeins 14.900 kr og fæst á öllum helstu Pósthúsum landsins.
- Rætt hefur verið um lokun Aðalgötu á Siglufirði yfir sumartímann. Annarsvegar frá Túngötu að Lækjargötu og hinsvegar frá Lækjargötu að Grundargötu. Rætt hefur verið við veitinga- og verslunareigendur við Aðalgötu og töldu þeir að þetta gæti skapað líflega og skemmtilega götustemmningu og voru því hlynntir slíkri tilraun.