Íslandsdeild EFSA, European Federation of Sea Anglers, stendur fyrir móti í strandstangveiðum helgina 7.-9.  október. Mótið er einkum hugsað sem æfing fyrir stórt mót sem verður haldið á sama tíma á næsta ári. Áhugasömum og nýgræðingum verður veitt ókeypis leiðsögn að lokinni setningarathöfn. Mótið er öllum opið. Eingöngu veitt beint frá strönd. Verðlaunaafhending í Sveinbjarnargerði kl. 16:00