Strandarmót Promens í knattspyrnu verður haldið um næstu helgi. Um er að ræða dagsmót á Árskógsvelli á Árskógsströnd, en keppt verður bæði á laugardag og sunnudag. Keppt verður í styrkleikariðlum og hefst keppnin kl. 9:30 báða dagana. Það er Íþróttafélagið Dalvík sem heldur mótið. KF sendir eitt lið í öllum flokkum.
- Laugardagur 20.júlí 6.flokkur kk og kvk 5 manna lið
- Sunnudagur 21.júlí 7. og 8.flokkur 5 manna lið
Þátttökugjaldið er kr. 2.000 á barn og innifalið í því eru léttar veitingar í mótslok ásamt glaðningi.