Hið árlega Strandarmót JAKO verður haldið laugardaginn 17. júlí 2021 á Dalvíkurvelli. Mótið er fyrir drengi og stúlkur í 8. og 7. flokki.
Undanfarin ár hefur mótið farið fram á Árskógsvelli en nú hefur verið ákveðið að færa mótið á nýjan gervigrasvöllinn á Dalvík.
Mótsfyrirkomulag verður þannig að 8. flokkur keppni frá klukkan 10:00 – 13:00 og 7. flokkur frá 13:30 – 16:30.
Leikið verður í 5 manna liðum í þremur styrkleikaflokkum. Áætlað er að hvert lið spili 4-6 leiki, 10 mínútna langa.
Mótsgjald er 3000 kr. á hvert barn. Félög greiða fyrir alla sína keppendur í einni greiðslu.
Allir þátttakendur fá verðlaunapening, þátttökugjöf, grillaða pylsu, drykk, ís og frítt í sund eftir að keppni lýkur.