Nokkrir ungir knattspyrnumenn frá Norðurlandi eru nú staddir á höfuðborgarsvæðinu á æfingum á vegum KSÍ. Strákar frá KA, Þór, Tindastól og Völsungi eru meðal þeirra sem taka þátt. Einn af þeim lék með KF áður en hann skipti í Þór.
Aron Óli Ödduson hefur verið boðaður á æfingar ásamt efnilegustu drengjum Íslands fæddum árið 2010 til að til að taka þátt í hæfileikamótun N1 og KSÍ sem fer fram dagana 3.-5. apríl í Garðabæ.
Aron hefur alla tíð æft með KF en skipti yfir í Þór árið 2023.
Leikir og dagskrá fara fram í Miðgarði í Garðabæ.