Veginum um Strákagöng við Siglufjörð verður lokað þriðjudagskvöldið 12. september næstkomandi á milli klukkan 20:00-23:00 vegna æfingar Slökkviliðs Fjallabyggðar í göngunum. Umferð verður beint um Lágheiði á meðan á lokun stendur. Lokanir verða settar upp við Ketilás og áningarstað við Siglufjörð.
Á æfingunni mun slökkvilið í samstarfi við Vegagerðina og aðra viðbragðsaðila æfa viðbragð við atburði í jarðgöngum. Æfingin er nokkuð umfangsmikil og geta vegfarendur átt von á því að verða varir við umferð viðbragðsaðila um svæðið.
Að æfingunni standa Slökkvilið Fjallabyggðar og Vegagerðin með aðstoð frá Slökkviliði Akureyrar. Notaður verður búnaður sem Vegagerðin hefur fjárfest í sem ætlaður er til æfinga fyrir slökkvilið í jarðgöngum. Búnaðurinn hefur áður verið notaður til æfinga í Vaðlaheiðargöngum og Norðfjarðargöngum.