Síðastliðið haust hóf Strætó bs. áætlunarferðir á milli Akureyrar og Reykjavíkur og frá og með 2. janúar næstkomandi bætast við ætlunarferðir um Norður- og Norðausturland. Um er að ræða ferðir frá Akureyri til Dalvíkur, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og Húsavíkur, Þórshafnar og Egilsstaða með viðkomu í Mývatnssveit og á Laugum. Frekari upplýsingar um tímatöflur og upplýsingar um þjónustu við farþega má finna hér: Strætó á Norðurlandi.