Þann 1. júní  nk.  hefjast strætóferðir til Grenivíkur. Samþykkt hefur verið að gera tilraun til 31. ágúst nk.  Verða farnar tvær ferðir á dag, alla daga vikunnar nema laugardaga. Farið verður frá Akureyri kl. 10:00 og kl. 16:20 og frá Grenivík kl. 10:45 og  17:05. Innan skamms verður svo ákveðið hvort ferðirnar verði einnig í vetur því skólafólkið þarf að vita  sem fyrst hvort  möguleiki sé  á  að fara á milli í strætó.

Strætó

 

 

Mynd frá straeto.is