Nemendur og starfsmenn Menntaskólans á Tröllaskaga eru þessa dagana að undirbúa sýningu á afrakstri vorannarinnar. Sýndur verður afrakstur af vinnu nemenda skólans í frumkvöðlaverkefnum, myndlist, listljósmyndun og fleiri skapandi verkefnum. Jákvæð sálfræði var kennd í fyrsta sinn á önninni og verða verkefni úr því námi á sýningunni.
MTR
Heimild: www.mtr.is