KF hélt áfram sigurgöngu sinni á sínum sterka heimavelli, en nú var það Njarðvík sem steinlág, lokatölur 4-0. KF er enn í 2. sæti í deildinni eftir leikinn í dag en nokkrum leikjum er enn ólokið í þessari umferð.
Ekkert annað en sigur kom til greina hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar, en þeir eiga nú góða möguleika að komast upp í 1. deild karla í knattspyrnu.
Markaskorarar í dag fyrir KF voru: Kristján Vilhjálmsson á 24. mín, Þórður Birgisson á 49. mín,Nenad Zivanovic á 62.mín. og Sigurbjörn Hafþórsson á 92. mín.
KF hlaut þrjú gul spjöld í leiknum og Njarðvík 1 gult spjald. KF á nú tvo leiki eftir í deildinni, heimaleik gegn Gróttu og útleik gegn Hamar. Tveir sigrar í viðbót og þá fer KF upp um deild.
Þórður Birgisson úr KF er nú markahæstur í 2. deild karla í knattspyrnu með 14. mörk. Fyrri leik þessara liða lauk með 1-1 jafntefli í Njarðvík í byrjun móts.
Leikskýrslu KSÍ má lesa hér. Ljósmyndir frá leiknum má sjá hér.