Talið er að nokkur hundruð gesta hafi tekið þátt í Trilludögum á Siglufirði í gær, en þar var í boði að fara á sjóstöng með trillukörlum bæjarins.  Þá voru nokkur þúsund manns í bænum, að talið er en aðrir hápunktar gærdagsins voru Málþing um síldarstúlkur sem haldið var fyrir fullu Bátahúsi á Síldarminjasafninu og vígsla einstaklega fallegs listaverks sem Ræs hópurinn færði bæjarfélaginu að gjöf.
Siglt var með gesti út á fjörðinn fagra og aflinn tekinn í land. Kiwanis hópurinn stóðu grillvaktina og framreiddu þúsundir skammta af dýrindis máltíðum úr nýveiddum aflanum. Tónlistarmennirnir Stúlli, Tóti og Gulli fluttu alla bestu slagarana á bryggjunni og gerðu stemminguna einstaka og Landabandið steig á svið eftir hádegið og hélt stemningunni áfram.
Ungliðasveitin Smástrákar voru á bryggjunni og gættu öryggis allra.  Björgunarsveitin Strákar önnuðust gæslu á sjó og vakt á bryggjunni einnig.
Í vígslunni flutti Katrín Jakobsdóttir ávarp og afjúpaði listaverkið. Í framhaldinu var Bryggjuball á Síldarminjasafninu.
Málþingið hófst kl. 10 um morguninn og stóð til hádegis mjög fjölmörgum áhugaverðum fyrirlestrum. Anita Elefsen flutti meðal annars ávarp.
Myndir með fréttinni koma frá Fjallabyggð.