UÍF eða Ungmenna- og Íþróttasamband Fjallabyggðar mun standa fyrir stórum viðburðum í sveitarfélaginu á næsta ári. Í byrjun árs 2025 verða haldnir Vetrarleikar UÍF. Þar  kynna  íþróttafélögin í Fjallabyggð sínar íþróttir og starfsemi og standa fyrir ýmsum viðburðum, á þessum árlega viðburði.
En stærsta verkefni UÍF verður klárlega Landsmót 50+ sem haldið verður í Fjallabyggð sumarið 2025. Haldinn verður opinn fundur um það verkefni á næstu vikum, þar sem fulltrúar íþróttafélaganna í Fjallabyggð og aðrir hagsmunaðilar geta fengið kynningu á verkefninu og þeim tækifærum sem þar felast.
Þetta kom fram í kynningu Óskars Þórðarsonar, formanni UÍF, en formannsfundur var haldinn í vikunni.