Til stendur að stækka skólahúsnæðin í Fjallabyggð. Um er að ræða Grunnskólann í Ólafsfirði, Grunnskólann á Siglufirði, Menntaskólanum Tröllaskaga á Ólafsfirði og Tónlistarskólann.

Grunnskólinn á Ólafsfirði, verk tilbúið í lok sumars 2012 og áætlaður kostnaður 200 m.kr.

Grunnskólinn á Siglufirði, útboð á árinu 2012, tilbúið til afnota á skólaárinu 2013/14 og áætlaður kostnaður 200 m.kr.
Áætlaður byggingarkostnaður við umræddar framkvæmdir við Grunnskóla Fjallabyggðar er um 415 m.kr. og eru þá breytingar á núverandi húsnæði Menntaskólans inn í þeirri tölu. Reiknað er með því að sá kostnaður skili sér með rekstrarsparnaði á 10 árum.
• Áætlaður sparnaður í rekstri við að fækka skólahúsnæði um eina byggingu er talinn vera um 12 m.kr. á ári eða um 120 m.kr. á tíu árum.
• Áætlaður sparnaður í launum kennara og skólastjórnunar er talinn vera um 25 m.kr. á ári eða um 250 m.kr. á tíu árum.
• Sparnaður við húsvörslu og ræstingu er um 5 m.kr. á ári eða um 50 milljónir kr. á 10 árum.
• Heildarsparnaður er því um eða yfir 420 m.kr. á tíu árum. Nauðsynlegar endurbætur á skólahúsinu við Hlíðarveg á Siglufirði kosta álíka mikið og áætlaður kostnaður við viðbyggingu eins og tillaga þessi gerir ráð fyrir. Mun hagkvæmara er að reka skólann í tveim húsum í stað þriggja.

Framkvæmdir við Menntaskólann á Tröllaskaga.
• Búið er að ákveða hvað þarf að framkvæma fyrir starfsemi Menntaskólans á Tröllaskaga.
• Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist strax að lokinni kennslu næsta vor og verði til afnota fyrir Menntaskólann 01.08.2012.
• Áætlaður kostnaður 15 m.kr.
• Bæjarráð Fjallabyggðar leggur hins vegar áherslu á að finna þarf betra húsnæði fyrir Tónlistarskólann í Ólafsfirði og er lögð áhersla á að hann verði kominn í slíkt húsnæði fyrir næsta haust þ.e. fyrir 01.08.2012.