Á fjórða hundrað manns tóku þátt í landsæfingu björgunarsveita sem haldin var í Eyjafirði um helgina. 52 hópar frá 32 björgunarsveitum fengist við að leysa ýmis verkefni til að æfa handbrögð sem björgunarsveitarfólk þarf að kunna.
Umfang æfingarinnar er gríðar mikið og eru til að mynda 60 sérfróðir umsjónarmenn verkefna sem keyra halda utan um verkefni í allan dag. 80 leikarar hafa verið farðaðir sem „sjúklingar“ með alls konar áverka til að gera æfingarnar sem raunverulegastar. Æfingunni stjórnar12 manna æfingarstjórn.
Björgunarsveitarhópar leysa alls kyns verkefni til dæmis að að keyra þrautabrautir, bjarga fólki útúr flugvélaflaki, hlúa að slösuðu fólki, æfa leitaraðferðir, bjarga fólki úr sjálfheldu og svo mætti lengi telja. Æfing af þessari stærðargráðu er mikið verk og mikilvægt að gefa nýliðum jafnt sem reyndu fólki tækifæri á að æfa við sem raunverulegastar aðstæður.
Mynd: Guðbrandur Örn Arnarson.
Heimild: Landsbjörg.