Snemma í morgun barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning frá vegfarenda á Grenivíkurveg um að hann hefði ekið inn í aurskriðu og við það hafnað utan vegar. Með ökumanninum voru tveir farþegar og sakaði engan.
Lögregla fór á staðinn og lokaði veginum og bjargaði fólkinu til Akureyrar. Skriðan er á veginum skammt sunnan við bæinn Fagrabæ.
Eftirlitsmaður frá Veðurstofunni var við störf eftir hádegi í dag og var ástand á vettvangi metið þannig að enn væri mikil óvissa.
Grenivíkurvegur verður því áfram lokaður, öryggisins vegna en hjáleið um Dalsmynni.
Til stendur að endurmeta stöðuna á morgun í birtingu.


