Evanger sf. hefur sótt um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Fjallabyggð. Bæjarráð Fjallabyggðar tók málið fyrir og var erindið samþykkt, en var ítrekað að sveitarfélagið er ekki að taka sér á hendur neinar skyldur né ábyrgð á rekstri eða öryggismálum Hopp.
Hopp rafskútur eru nú þegar á Akureyri, Blönduósi og Húsavík á Norðurlandi og víðar á landsbyggðinni.