Höfnin í Ólafsfirði
Hafnarstjórn Fjallabyggðar telur mikilvægt að áætlun um tekjur í fjárhagsáætlun Fjallabyggðarhafna sé stillt í hóf þar sem forsendur hafa breyst og fyrirséður landaður afli í Fjallabyggð verður minni en á fyrri árum.
Þetta kom fram á fundi hafnarstjórnar Fjallabyggðar í gær þegar hafnarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun 2024.