Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð hefur hug á að halda úti opnum tímum í íþróttahúsum Fjallabyggðar í marsmánuði. Til reynslu verður settur upp einn tími í viku á Siglufirði og í Ólafsfirði. Um verður að ræða opna hreyfitíma fyrir íbúa 30 ára og eldri.
Settar verða upp mismunandi hreyfistöðvar en reynt verður að hafa hreyfiframboð sveigjanlegt þannig að það henti sem flestum.