Sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir hefur tekið við tímabundið sem sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli, en Guðrún Eggertsdóttir hefur tekið við öðru starfi í Garðasókn, en hún starfaði í Ólafsfjarðarsókn frá haustinu 2020. Sr. Stefanía Steinsdóttir mun vera næstu 12 mánuði í Ólafsfjarðarprestakalli samkvæmt skipun biskups, en eftir það verður staðan formlega auglýst aftur. Sæki hún um starfið á þeim tíma er ekki ólíkegt að starfandi prestur í prestakallinu verið kosinn af valnefnd Ólafsfjarðarprestakalls til frambúðar.

Stefanía er Eyfirðingur að ætt og uppruna og hefur starfað sem æskulýðsfulltrúi í Neskirkju í Reykjavík, sem prestur í Glerárkirkju á Akureyri og í afleysum í Akureyrarkirkju.

Í Ólafsfjarðarprestakalli er ein sókn, Ólafsfjarðarsókn. Í prestakallinu eru tvær kirkjur, Ólafsfjarðarkirkja og Kvíabekkjarkirkja.

Velkomin í fjörðinn fagra, sr. Stefanía.

Séra Stefanía.