Þrír starfsmenn Bónuss á Akureyri hafa verið kærðir til lögreglu fyrir þjófnað á vörum úr versluninni. Um er að ræða verslunarstjórann og tvo aðra starfsmenn. Öllum hefur verið sagt upp störfum. Þjófnaðurinn uppgötvaðist við innra eftirlit í versluninni og samkvæmt heimildum RÚV mun verslunarstjórinn hafa tekið vörur ófrjálsri hendi í nokkurn tíma. Í hans tilfelli er um talsvert magn að ræða, en starfsmennirnir tveir eru kærðir fyrir minni háttar þjófnað.

Rúv.is greinir frá.