Þórir Hákonarson bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur upplýst að skipað hefur verið í starfshóp starfsfólks stofnana í Fjallabyggð til þess að hefja vinnu við mannauðsstefnu. Í starfshópinn hafa verið tilnefndir tveir fulltrúar Grunnskóla Fjallabyggðar (Hólmfríður Ósk Norðfjörð Rafnsdóttir og Hörður Ingi Kristjánsson), tveir fulltrúar frá Leikskóla Fjallabyggðar (Sjöfn Ylfa Egilsdóttir og Helena Margrét Ásgerðardóttir), einn fulltrúi frá Hornbrekku (Nanna Árnadóttir) og einn fulltrúi bæjarskrifstofu (Hulda Magnúsdóttir).
Í samræmi við tillögur Strategíu í stjórnsýslu – og rekstrarúttekt er vinna við mannauðsstefnu hafin.  Starfshópi hefur verið falið að leggja fram tillögur að úrbótum varðandi mannauðsmál og starfsumhverfi líkt og úttektin gerir ráð fyrir.