Formaður sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju hefur sótt um stækkun á kirkjugarðinum við Saurbæjarás. Lagt er til að stækka garðinn til norðurs.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt stækkunina en nauðsynlegt er að deiliskipuleggja svæðið áður en framkvæmdir hefjast.