Opinn fundur um stöðu og framtíð Síldarævintýrisins á Siglufirði verður haldinn í Ráðhúsinu 2. hæð, fimmtudaginn 18. apríl kl. 20.00.

Þjónustuaðilar og aðrir íbúar í Fjallabyggð eru hvattir til að mæta á fundinn. Farið verður yfir stöðu og framtíð hátíðarinnar, þátttöku þjónustuaðila og íbúa. Þá verður spurningunni velt upp hvað þurfi til að halda bæjarhátíð sem þessa.

Stjórn félags um Síldarævintýrið og fræðslu- og menningarfulltrúi.

Heimild: www.fjallabyggd.is