Snemma í gærmorgun var því gripið til þess ráðs að nota litlar sprengjur til að setja af stað snjóflóð í Hlíðarfjalli á Akureyri. Fjögur snjóflóð hlupu af stað og var eitt þeirra sýnu stærst eða á að giska 200 metrar á breidd. Vonast er til að þessar aðgerðir dragi mjög úr snjóflóðahættu og auki öryggi skíðafólks til mikilla muna.

Snjógirðingar á skíðasvæðinu hafa verið notaðar til að hefta snjó þannig að hann fjúki ekki allur í burtu jafnóðum. Það hefur gengið gríðarlega vel og síðustu daga hefur verið unnið að því að ýta úr snjógirðingunum, jafna úr snjónum og þétta í brekkum. Með þessu móti er horft til daganna fram undan og reynt að tryggja að færið verði gott um helgina jafnvel þótt þá megi búast við hláku um tíma.

Heimild og mynd: akureyri.is