Veðurfræðingar gera ráð fyrir hlýindum í Fjallabyggð á 17. júní en mikil hátíð hefur verið skipulögð fyrir íbúa Fjallabyggðar.

Á Siglufirði er gert ráð fyrir 17 stiga hita á laugardaginn og skýjuðu veðri en kólnar á sunnudag og má búast við einhverjum rigningardropum. Í Ólafsfirði er spáð heiðskíru veðri ásamt 19 stiga hita á laugardaginn. Spáin gerir einnig ráð fyrir góðu veðri og hlýindum á morgun, föstudag í Fjallabyggð.

Dagskráin er að vanda fjölbreytt á þjóðhátíðardaginn í Fjallabyggð og má sjá alla viðburðin er í auglýsingunni.

Missið ekki af aparólunni frá Suðurgötu að Snorragötu á Siglufirði.