Kristjana Skúladóttir leikkona segir frá og flytur tónlist nokkurra helstu söngkvenna styrjaldaráranna í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Stríðsárarómantík og einstakar frásagnir af þessum umbrotatímum. Tónleikarnir hefjast kl. 20, laugardaginn 29. mars.

Á tónleikunum syngur Kristjana dægurlög sem voru vinsæl í síðari heimsstyrjöldinni og segir frá afrekum nokkurra helstu söngkvenna þess tíma, svo sem Marlene Dietrich, Edith Piaf, Hallgerðar Bjarnadóttur o.fl.

Flutningur Kristjönu er í sérflokki. Vandaður og einlægur en jafnframt einstaklega kraftmikill. Með í för er tríó, skipað einhverjum fremstu djasstónlistarmönnum landsins. Þetta eru þeir Vignir Þór Stefánsson píanóleikari, Jón Rafnsson bassaleikari og Matthías Hemstock trommuleikari.

Hægt er að panta miða hér.

1392982236kristjana_1-send-crop2