Ferðafélagið Trölli í Fjallabyggð verður með Sólstöðugöngu á Múlakollu í Ólafsfirði í dag fimmtudaginn 22. júní og hefst gangan kl. 21:00. Gert er ráð fyrir að vera á toppnum á miðnætti og njóta sólarinnar.
Áætlaður göngutími er 4-5 klst. og leiðin um 8 km. Hækkun leiðar er um 950 m og útsýnið stórfenglegt. Erfiðleikastig 3-4 skór.
Allir velkomnir. Lagt verður af stað fyrir neðan Múlakollu á gamla Múlavegi.
Gangan kostar 2.500.- en frítt er fyrir íbúa Fjallabyggðar.