Loksins hætti að rigna í Fjallabyggð og sólin skein í dag. Ferðaþjónustan blómstraði og ferðamenn nýttu tækifærið og skelltu sér á kajak hjá Gesti Hansa og félögum í Top Mountaineering á Siglufirði. Útsýnið hreint ótrúlegt á firðinum og yfir Siglufjörð í dag. Eins og sjá má á myndunum þá geta stórir hópar farið saman út á sjóinn.
Myndirnar koma frá Top Mountaineering, og tala sínu máli.