Sóknarnefnd Akureyrarkirkju íhugar að taka upp klósettgjald vegna mikils kostnaðar við rekstur salerna í Akureyrarkirkju. Þá er greint frá því að parketið sé ónýtt í kirkjunni og laga þurfi gólfið undir því með tilheyrandi kostnaði. Parketið er orðið áratuga gamalt og úr sér gengið.
Vikudagur.is greinir frá þessu.