Í tilefni 30 ára afmælis Ungmennafélags Glóa þann 17. apríl næstkomandi, hefur verið sett upp sögusýning þar sem getur að líta ýmsar myndir, muni, fréttabréf og búninga úr sögu félagsins.
Sýningin er á Ljóðasetrinu á Siglufirði og er opin föstudaginn 12. apríl frá kl. 16.00 – 18.00.