Það eru mörg skemmtileg íslensk orð sem koma fram þegar Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar sendir erindi til bæjarráðs Fjallabyggðar.
Nýjasta erindið snýr að endurnýjun á uppsogspylsum. En um er að ræða mengunarvarnarbúnað í Fjallabyggð. Nafnið gefur manni ákveðna vísbendingu hvaða búnaður þetta er, en engu að síður ekki nafn sem maður sér reglulega.
Hjá versluninni Kemi er hægt að kaupa þessar Sogpulsur, en þar nota menn ekki pylsur, heldur pulsur.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur að sjálfsögðu heimilað þessi kaup slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar.