Jólatónleikar Síldarminjasafnsins á Siglufirði voru afar vel heppnaðir í gær og mæting góð.
 Daníel Pétur, Edda Björk og Hörður Ingi sem öll starfa fyrir Síldarminjasafnið fluttu úrval jólalaga fyrir gesti.
Enginn aðgangseyrir var að tónleikunum, en gestum var boðið að leggja fram frjáls framlög sem renna óskipt til árlegrar jólagjafasöfnunar Önnu Hermínu fyrir Mæðrastyrksnefnd.
Alls söfnuðust 236.000 kr. fyrir þennan góða málstað.