Snjóflóðahætta er möguleg í dag í Ólafsfjarðarmúla og fram á miðvikudag samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Krapi, snjóþekja eða hálkublettir eru víða á Norðurlandi í dag.

Veðurspá:

Norðan og norðvestan 13-23 m/s, hvassast fyrir austan. Slydda eða rigning nærri sjávarmáli og snjókoma inn til landsins, en úrkomulítið sunnantil og við vesturströndina. Dregur smám saman úr vindi Vestanlands á morgun.