Snjóflóð er á vegi milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur, þjóðvegi 82. Þetta kemur fram á korti  Vegagerðarinnar núna kl. 17:28. Ekki kemur fram í tilkynningu að um lokun sé að ræða þar.

Um var að ræða þurrt flekahlaup af stærðinni 2 sem fór yfir veginn samkvæmt skráningu Veðurstofunnar.

Lokað er á Öxnadalsheiði, Þverárfjalli og Víkurskarði. Snjóþekja er í Húnavatnssýslu. Þæfingur er á Siglufjarðarvegi og við Ólafsfjarðarmúla. Hálka, skafrenningur og éljagangur er mjög víða á Norðurlandi og hvasst.