Helgina 3.-5. febrúar verður Snjóbrettamót Brettafélags Íslands í samstarfi við  útvarpsstöðina X-ið 977  haldið á  Siglufirði.

Búist er við að 70-100 manns komi á hátíðina.

Þetta er snjóbrettamót þar sem gestum gefst kostur á að keppa en einnig getur fólk bara mætt til þess að njóta þess að vera á bretti á frábærum stað.
Rútferðir frá Höfuðborginni.

Í tilkynningu segir:

Dagskrá og upplýsingar

Brettafélag Íslands í samstarfi við Monster og X-ið 977

KOSTAR: 14.000 kr. ( Rúta, gisting með morgunmat og passi í fjallið)

HVENÆR: 12:30 frá BSÍ 3.FEB

GISTIHEIMILI: Tröllaskagi og Hvanneyri ( rúminn eru ekki uppá búinn þannig að taka þar með sér svefnpoka/sæng) hægt er að hafa samband við sumarlina@gmail.com til þess að setja aðila saman í herbergi.

FJALLIÐ: Ótrúlega mikið af snjó, endausar línur sem hægt er eð renna, sér tilvalið fyrir byrjendur og lengra komna !

KEPPNI: Jibb session á föstudag, slopestyle á laugardag og Old school á sunnudag ( tek það fram að þessi ferð er opin ÖLLUM ekki bara þeim sem vilja keppa á snjóbretti )

Föstudagur : Rúta frá BSÍ kl 12:30. Jibb session kl 21:00

Jibb sessionið verður haldið miðsvæðis þannig að þeir sem vilja taka þá og þeir sem vilja fylgjast með geta rölt á vel valinn stað. Það verður tónlist og fullt af MONSTER á svæðinu.

Laugardagur:

Rútan fer frá Gistiheimilinu kl 9:45, frjálst rennsli til 12:00 og svo hádegis partý tónlist MONSTER og tjill við Skíðaskálann. Fyrir þá sem hafa áhuga á að keppa þá verður skráning í Skíðaskálanum í hádeginu og byrjar keppnin um 13:30, keppt í undir 16 yfir 16 stráka og stelpu flokk. Þeir sem hafa ekki áhuga á að keppa geta rennt við og horft á keppnina eða notið þess að vera í einu besta skíðasvæði Íslands og rennt sér í norðlensku ölpunum.

Rútan fer úr fjallinu kl 16:00 á gistiheimili og þaðan er hægt að rölta í sundlaugina. Sundlaugin verður opin til 18:00 og við gerum stemmningu þar. Tónlist og fleira skemmtilegt.

21:00 After ski á Rauðku! sannkölluð kaffibars stemmning á Rauðku en Benni B-ruff ætlar að spila fyrir okkur og halda upp svakalegri after ski stemmningu.  ( 1000.kr inn fyrir þá sem eru ekki með passa)

Sunnudagur:

Rútan fer 09:45 í fjallið í SLS rennsli allir fá sér MONSTER og tjilla í fjallinu. Old school keppni í hádeginu og svo fer rútan úr fjallinu og niður á gistiheimili þegar fjallið lokar og brunar svo í bæinn.

Miðarnir eru seldir í verslunum Nikita, Brim og Mohawks en fyrir þá sem eru ekki að koma frá Reykjavík er hægt að hafa samband við Sumarlínu á póstfang:  sumarlina@gmail.com.