Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur gefið Slysavarnarfélaginu Landsbjörg og Björgunarsveitinni Strákum leyfi til að fjarlægja slysarvarnarskýlið við Mánaskriður á Siglufjarðarvegi.
Með betri samgöngum og aukinni útbreiðslu símasambands hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg á undanförnum árum verið að fækka þessum skýlum.