Slysavarnardeildin Hyrna í Ólafsfirði hefur fært Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar nýtt hjartastuðtæki sem er af nýjustu gerð og kemur það til með að leysa af eldra tæki sem var hjá félaginu.
Fulltrúar Slysavarnardeildarinnar mættu í Vallarhúsið í Ólafsfirði og afhentu tækið formlega til KF.
Það þarf vart að taka fram mikilvægi þess að lágmarka viðbragðstíma komi til hjartastopps og geta þessi tæki verið mikilvægur þáttur í björgun á mannslífum.