Björgunarsveitir og Slökkvilið Fjallabyggðar er nú að störfum á Siglufirði og í Ólafsfirði til að aðstoða fólk við að dæla úr húsum. Þá hafa vegir farið í sundir á Siglufirði vegna vatnavaxta og tjaldsvæðið í Ólafsfirði er einn pollur. Stórvirkar vinnuvélar eru nú að störfum.

Siglufjarðarvegur er enn lokaður og verður ekki opnaður í dag samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

large_img_1136

Á Siglufjarðarveg hefur fallið fjöldi aurskriða, misstórar en margar þeirra hafa farið yfir veginn. Frá Siglufirði og að göngum hafa fallið þrjú flóð og er eitt sýnu stærst eða um 2000 m3 og reikna má með að þykktin sé um 1,5 m. Vestan við Strákagöng hafa fallið mörg flóð misstór og í Mánárskriðum eru nokkrir steinar inni á vegi. Við Herkonugil féllu tvö flóð ekki mjög stór. Við Sauðanes féll stórt flóð sem skemmdi heimreiðin að Sauðanesi, síðan féllu flóð miðja vegu milli Sauðanes og Strákaganga töluvert stór.
Myndir frá Fjallabyggð.is og Vegagerðinni sýna stöðu mála.

 

Heimild: vegag.is, fjallabyggd.is