Slökkviliðið á Dalvík hefur fengið afhentan nýjan slökkviliðsbíl. Bíllinn er af gerðinni Scania og er algjör bylting fyrir slökkvilið Dalvíkur.
Bíllinn er búinn allri nýjustu tækni sem völ er á í dag. Meðlimir slökkviliðsins hafa fengið kennslu á bíllinn frá framleiðandanum Wiss frá Póllandi.
Slökkviliðið er gríðarlega sátt við fyrstu prufur á bílnum og ljóst að slökkviliðið er að stökkva stórt skref inn í nútímann með þessum bíl.
Slökkviliðsstjórinn og varðstjórinn fóru til Póllands í vor og fengu að skoða bílinn ásamt að fá kennslu á tækin sem honum fylgja.
Bíllinn er með þann möguleika að hægt er að sprauta framan úr honum og líka ofan af honum.
Myndir: Slökkvilið Dalvíkur